Fréttir

Haustþing KSA og kynningarkvöld

Föstudaginn 8. september er haustþing Kennarasambands Austurlands og þar af leiðandi enginn skóladagur hjá nemendum. Á þriðjudag í næstu viku (12. september) er svokallað kynningarkvöld í Fellaskóla sem reiknað er með að standi frá 17.30 til 19.00. Þar hittast nemendur, foreldrar og starfsfólk saman og stilla saman strengi sína fyrir veturinn auk þess sem farið verður yfir ýmis atriði sem snúa almennt að skólahaldinu. Þetta er svokallaður skertur nemendadagur og eins og á venjulegum skóladegi er reiknað með mætingu nema forföll séu boðuð. Boðið verðu upp á kjötsúpu og kakósúpu.
Nánar