Fréttir

Pétur og úlfurinn

Laugardaginn 29. sept kl 11:00 verður sýning um Pétur og úlfinn í Fellaskóla. Pétur og Úlfurinn eru líflegir fjölskyldutónleikar þar sem kvintettinn NA5 ásamt sögumanni flytja hið sívinnsæla verk eftir Sergei Prokofiev. Sýningin er 25 mínútur að lengd og í lokin fá börnin að hitta hljóðfæraleikarana og skoða sjálfan úlfinn! 1000kr. aðgangseyrir, ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Sjá nánar á https://www.austurfrett.is/frettir/bornin-eru-alveg-dolfallin
Nánar

Göngum í skólann

Fellaskóli tekur þátt í verkefni Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Megin markmið verkefnisins er að stuðla að virkum ferðamáta barna úr og í skóla. Foreldrar eru hvattir til að skoða öruggar gönguleiðir og huga að umferðarreglum með barni sínu. Ávinningur þessa átaks og annarra álíka er að auka hreyfingu, draga úr umferðarþunga, minnka mengun og hraðakstur nálægt skólum.
Nánar

Kynningarfundur þriðjudaginn 18.september kl 17:30

Kynningarfundur verður þriðjudginn 18. september kl 17:30 fyrir nemendur og foreldra Fellaskóla. Skyldumæting er á viðburðinn. Byrjað verður á stuttri kynning á sal fyrir alla, því næst fara nemendur ásamt foreldrum í sína umsjónarstofu og fá stutta kynningu um nám vetrarins. Í lokin verður boðið uppá kjötsúpu og kakósupu. Sjáumst og eigum notalega stund saman.
Nánar

Útivistardögum lokið

Nú er útivistardögunum okkar lokið og nú tekur við nám samkvæmt stundartöflu. Við ætlum þó að vera í útiíþróttum fram um miðjann september mánuð og nota góðviðris daga í útiveru. Stóri göngudagurinn gekk vel og fóru elstu nemendurnir yfir Hallormsstaðaháls, miðstigið í Bjargselsbotna (í Hallormsstaðarskógi) og yngsta stigið gekk um skógarsafnið, Atlavík og Höfðavík.
Nánar