Starf stuðningsfulltrúa

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa við Fellaskóla Fljótsdalshéraði frá 1. janúar 2020. Um 80% starfshlutfall er að ræða. Við erum að leita að metnaðarfullum og kröftugum einstaklingi sem er tilbúinn til að vinna með börnum og unglingum á uppbyggjandi hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi.
Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámsskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara, deildarstjóra sérkennslu og skólastjóra.
Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.
Fylgir einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri í síma 4700640. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í síðasta lagi 18. desember á netfangið annabe@fell.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.