Kökusamkeppni í 8. bekk

24. október voru nemendur í 8. bekk með kökusamkeppni í Hitaveituhúsinu í Fellabæ. Starfsfólk hitaveituhússins var í dómnefnd og kosið var um bragðbestu kökuna og fallegustu kökuna. Allar kökurnar voru bæði fallegar og góðar og því erfitt að velja á milli. Broddi Bjarnason var í dómnefnd og hann átti í stökustu vandræðum með að gera upp á milli kræsinga. Því kastaði hann fram stöku.

Mig langar að yrkja ljóð

um brögð sem ekki svíkja.

Ein var kakan ansi góð

en önnur var það líka.

8.bekkur - Kökukeppni