Þemadagar

Þemadögunum lauk í gær með pomp og prakt. Við buðum til veislu sem var hin glæsilegasta - fjölbreytt skemmtiatriði, skreytingar og verkefni sem fylltu öll skilningarvit. Rapplag um Ikea sem hægt var að hlusta á, mismunandi veislurými sem útbúin voru úr pappakössum, stuttmynd, skuggaleikhús á skjá, söngur á 7. norðurlanda tungumálum, persónur úr Línu Langsokk unnin í textilefni og rússínan í pylsuendanum var að fá "alvöru" persónur frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs úr leikritinu um Línu Langsokk til að fagna með okkur uppskerunni af þemavinnunni. Boðið var upp á sænskar kjötbollur og allskonar góðgæti. Við þökkum foreldrum kærlega fyrir komuna.

 Þemadagar nóvember 2019