Fréttir

Félagsvist í 7. bekk

Núna í vikunni héldur bekkjartenglar í 7. bekk í annað sinn í vetur bekkjarkvöld fyrir nemendur 7. bekkjar og foreldra þeirra. Í fyrraskiptið lærðu krakkarnir reglur félagsvistarinnar og núna í seinna skiptið var spilað af miklum móð og borðaðar pizzur. Góð mæting foreldra og nemenda var á bæði kvöldin og almenn ánægja með uppátækið. Bekkjartenglar annara bekkja eru hvattir til að hafa samverustund nú á vordögum. Ekkert er eins gott fyrir bekkjaranda og samskipti milli barna og foreldra eins og að hittast og eiga góða stund saman.
Nánar

Úrslit Stóru upplestrarkeppninar

Í dag var haldin Stóra upplestrarkeppnin hjá nemendum í 7. bekk Fellaskóla. Lesið var upp á sal skólans og voru allir nemendur 5.-10. bekkjar sem hlustuðu á, auk foreldra og starfsfólks. Dómarar í keppninni voru Jarþrúður, Þór og Arndís. Þeir sem fara fyrir hönd skólans í úrslit stóru upplestrarkeppninnar á N-Austurlandi eru þeir Heiðar Árni Ægisson og Ragnar Torfason. Varamenn eru Droplaug Dagbjartsdóttir og Gyða Árnadóttir. Allir nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt voru frambærilegir, þannig að sómi var að allri keppninni og undirbúningi hennar sem Sólrún Víkingsdóttir sá um. Tónlistaratriði komu frá tónlistarskólanum og Steinunn Ásmundsdóttir las upp ljóð.
Nánar

Nýtt einkennismerki Fellaskóla

Það er komið nýtt merki fyrir Fellaskóla. Það var haldin samkeppni um einkennismerki skólans er lauk 10. janúar 2019. Það var Heiðbjört Stefánsdóttir í 10. bekk Fellaskóla sem var hlutskörpust og vann með sinni tillögu. Perla Sigurðardóttir grafískur hönnuður sá um að útfærði merkið. Þessa dagana verið að panta hettupeysur fyrir alla nemendur og áhangendur Fellaskóla sem vilja. Lokadagur fyrir pantanir er föstudagurinn 1. mars.
Nánar

Fyrirlestur

Foreldrafélög grunnskólanna á Fljótsdalshéraði bjóða stúlkum í 6.-10.bekk að sitja námskeiðið „Stelpur geta allt“. Námskeiðið fer fram í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 30. janúar á skólatíma. Foreldra-og kennarafyrirlestur er haldinn á sama stað miðvikudaginn 30. janúar kl 17:30 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánar

Samkeppni um einkennismerki Fellaskóla

Blásið var til samkeppni um einkennismerki (logo) fyrir Fellaskóla í nóvember og er frestur til að skila tillögum til 10. janúar 2019. Öllum er boðið að vera með og senda inn tillögur um einkennismerki skólans. Merkið verður notað á kynningarefni skólans, á heimasíðu, bréfsefni, fána og fleira sem viðkemur skólanum. Verðlaun fyrir vinningstillögu eru 50.000 kr. Allir að taka upp blýant og og penna og festa á blað áhugvert og fallegt merki.
Nánar

Kertagerð í Fellaskóla

Nú fyrir jólin hafa allir nemendur í 1.-10. bekk gert kerti fyrir jólin. Kertaafgöngum var safnað og kerti steypt af miklum móð. Þær Þórey Birna og Þórhalla sáum um verkstæðið og biðja þær alla að muna eftir að safna kertavaxi næsta árið og koma til okkar, svo megi verða framhald á þessu skemmtilega verkstæði.
Nánar