Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.
Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.
Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Skólaráð:
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.(Reglugerð um skólaráð við grunnskóla 1157/2008)
Í skólaráði í Fellaskóla skólaárið 2020 - 2021 eru tveir nemendur Lísbet Ása Björnsdóttir (10. b) og Droplaug Dagbjartsdóttir (9. b). Tveir foreldrar, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, sem einnig er formaður foreldrafélagsins og Kristján Ketilsson. Tveir kennarar, Halla Helgadóttir og Michelle Lynn Mielnik og fyrir hönd annars starfsfólks er Ingibjörg Ásta Ingvarsdóttir. Hver fulltrúi situr tvö ár í skólaráði.