Vinningshafar í samkeppni um einkennismerki Fellaskóla

Samkeppni um einkennismerki Fellaskóla lauk 10. janúar og bárust 93 tillögur í keppnina. Nú á þriðjudaginn 22. janúar komst skólaráð Fellaskóla að niðurstöðu um hver ynni samkeppni. Við notuðum tækifærið á þorrablóti á bóndadegi til að tilkynna um vinningshafa.
Niðurstaðan var sú að tillaga Heiðbjartar Stefánsdóttur vann. í öðru sæti var tillaga Benedikts Kristinns Gunnarssonar og í þriðja sæti var tillaga Auðar Maríu Kristmundsdóttur. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt og viljum við fá að geyma innsendar tillögur nema þátttakendur vilji annað. Tillaga Heiðbjartar verður nú unnin hjá grafískum hönnuði og kemur vonandi fyrir augu almennings í byrjun febrúar.