Þorrablót 2023

Nemendur og starfsfólk skólans fögnuðu Bóndadeginum með því að gæða sér á dýrindis þorramat. Annálar bekkja voru lesnir og boðið var uppá skemmtiatriði. Í lokin var stigin dans undir harmónikkuspili frá Torvald.