Draugar og dísir voru viðfangsefnið okkar í þemavikunni. Það var mikill spenningur fyrir Hrekkjavökunni og við vildum nýta þann spenning og vinna með íslenskar draugasögur.
Nemendur völdu sér viðfangsefni og fóru í hópa eftir því. Þannig var allur aldur saman í hverjum hóp. Það var leiklistarhópur, tónsmíðahópur, draugatískuhópur, myndlistarhópur, frétta- og söguhópur og spilahópur.
Afrakstur þemavinnunnar var sýndur á sal föstudaginn 31. október og foreldrar voru boðnir velkomnir.
Látum myndirnar tala sínu máli: Þemadagar haust 2025