Sveitakeppni grunnskóla á Héraði í skák

Sú sveit Fellaskóla sem varð efst.
Sú sveit Fellaskóla sem varð efst.

Sveitakeppni grunnskóla Fljótsdalshéraðs og Lionsklúbbsins Múla fór fram í Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 12. október. Alls tóku 17 sveitir frá skólunum þremur þátt í keppninni en hver sveit var skipuð 4 þátttakendum. Fyrirkomulagið var þannig að aðeins ein sveit frá hverjum skóla átti kost á verðlaunasæti og varð röðin þannig að í þriðja sæti lenti sveitin Ás frá Brúarásskóla, í öðru sæti varð sveitin Gulur frá Fellaskóla en sigursveitin kom frá Egilsstaðaskóla og bar nafnið Vondi úlfurinn.

Lionsklúbburinn Múli lagði til vegleg verðlaun en yfirumsjón sveitakeppninnar var í höndum Sverris Gestssonar, skólastjóra í Fellaskóla.