Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin á Egilsstöðum þann 23.mars sl. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Árlega tekur mikill fjöldi barna í 7.bekk þátt í keppninni í fjöldamörgum skólum hringinn í kringum landið og hefur Stóra upplestrarkeppnin fyrir löngu fest sig í sessi.

11 nemendur, frá Vopnafjarðarskóla, Seyðisfjarðarskóla, Brúarásskóla, Fellaskóla og Egilsstaðaskóla, tóku þátt í keppninni þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Fulltrúar Fellaskóla voru þær Laufey Helga og Thea Sóley.

Sigurvegari þetta árið var Sólgerður Vala Kristófersdóttir frá Egilsstaðaskóla og óskum við henni til hamingju.