Stóra upplestrarkeppnin

Í dag fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Fellaskóla. Nemendur í hinum fámenna 7. bekk lásu upp og í lokin valdi dómnefnd Jose Filip til að taka þátt í Héraðshátíð Stóru Upplestrarkeppninnar á norðursvæði Skólaskrifstofu Austurlands. Sú keppni fer fram fimmtudaginn 8. mars. Það kemur í hlut Kristu Þallar að vera varamaður Jose.
Hjördís Marta, umsjónarkennari í 7. bekk sá um að undirbúa þau fyrir keppnina.