Stóra upplestrarkeppnin

Fyrr í dag lauk Stóru upplestrarkeppninni í Fellaskóla. Alls tóku 8 nemendur í 7. bekk þátt en einn var veikur. Dómnefnd valdi þau Emilíu Önnu og Rafael Rökkva sem fulltrúa Fellaskóla í úrslitum norðursvæðisins sem fara fram í Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 14. mars kl. 16 en þangað eru allir velkomnir. Jafnframt valdi dómnefndin þær Rebeccu Lísbet og Jónínu Vigdísi sem varamenn og á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn.