Stærðfræði- og skákdagurinn haldnir í Fellaskóla í dag

Í dag var stærðfræði gert hátt undir höfði í tilefni af degi stærðfræðinnar. Nemendur tókust á við hin ýmsu verkefni, leystu þrautir, byggðu líkön, völundarhús og fleira og fleira.

Í dag var einnig haldið upp á skákdag Íslands, en hann var á föstudaginn í síðustu viku, á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar. Þann dag var þorrablót hér í skólanum og því var ákveðið að halda upp á daginn í dag. Það voru 43 nemendur sem tóku þátt í fjöltefli eftir hádegið undir dyggri stjórn Sverris Gestssonar og þökkum við þeim fyrir þátttökuna.