Skólabyrjun haustið 2021

Fyrstu skóladagarnir haustið 2021

Að venju þá voru fyrstu kennsludagar Fellaskóla útivistardagar. Nemendum var skipt eftir stigum og farið á mismunandi staði. Nágreni skólans var kannað og einnig var farið inn í Hallormsstað.
Veðrið lék við nemendur og starfsfólk alla dagana, sólin skartaði sínu fegursta og kyssti á kinn. Óhætt er að segja að allir hafi notið samverunnar og veðursins.

Góð byrjun á þessu skólaári.

Fleiri myndir: Skólabyrjun haust 2021