Skólaakstur úr sveitinni fellur niður

Veðrið er að stríða okkur aðeins þessa stundina og staðan er þannig kl. 7.55:

- Öllum skólaakstri úr sveitunum hefur verið aflýst.

- Eftir því sem best er vitað er færð innanbæjar með þeim hætti að á þessari stundu er reiknað með hefðbundnum skóladegi.

- Sundkennslan í dag fer af stað með hefðbundnum hætti.

Við munum setja inn nýjar upplýsingar (og senda í pósti og á Facebookhóp Fellaskóla) ef forsendur breytast en annars eru foreldrar beðnir að meta aðstæður fyrir sín börn og einnig að slá á þráðinn í skólann ef menn vilja nákvæmari upplýsingar um stöðuna.