Síðustu dagarnir og skólaslit á föstudag kl. 18.00

Nú er farið að síga á seinni hlutann af skólastarfi Fellaskóla þetta skólaárið. Hér er skipulag síðustu daganna:

Þriðjudagur 30. maí:  Í dag verður skólastarfið í öllum aðalatriðum á bekkjarvísu og lýkur skóla kl. 14 og skólaakstur verður þá. Gæsla er til 16.00 eins og venjulega.

Miðvikudagur 31. maí:  Ekkjufellsganga er á dagskrá en hún er hluti af svokallaðri Hreyfiviku sem stofnanir og félagasamtök á Fljótsdalshéraði taka þátt í. Henni lýkur á mismunandi tíma fyrir hádegi og eftir hádegi verða nemendur hjá umsjónarkennurum fram til kl. 14 en þá lýkur skóladeginum og skólaakstur verður þá. Gæsla er á sínum stað til kl. 16.00.

Fimmtudagur 1. júní:  Starfsdagur sem er helgaður námsmati og undirbúningi skólaslita og þar af leiðandi ekki skóli.

Föstudagur 2. júní kl. 18.00:  Aðeins skólaslit eru á dagskrá þennan dag og hefjast að þessu sinni kl. 18 eins og áður hefur verið kynnt. Útskrift 10. bekkinga fer einnig fram við það tækifæri.