Krakkarnir á miðstigi fóru niður að fljóti í útináminu og framkvæmdu listform sem kallað er Rock balancing en það er þegar steinum er staflað eða raðað þannig að þeir standi í jafnvægi án líms, stuðnings eða annars festibúnaðar. Markmiðið er að skapa sjónrænt áhugavert og oft ótrúlegt sjónarspil með því einu að finna nákvæmt þyngdarjafnvægi steinanna. Þau voru mjög áhugasöm við verkið og út komu hin flottustu listaverk. Þetta var skemmtilegt og vel heppnað útinám sem allir náðu að blómstra í.
Sjá myndir: Útinám haust 2025