Ólympíuhlaup ÍSÍ

Bragi Már og Heiðar Árni að loknu 10km hlaupi
Bragi Már og Heiðar Árni að loknu 10km hlaupi

Nemendur og starfsfólk Fellaskóla hlupu samtals 307,5km í Ólympíuhlaupi ÍSÍ síðastliðinn föstudag.

Heiðar Árni Ægisson í 7. bekk og Bragi Már Birgisson í 6. bekk hlupu báðir 10 km en aðrir völdu styttri vegalengdir.

Markmið Ólympíuhlaupsins er m.a. að hvetja nemendur til þátttöku og auka með því útiveru og hreyfingu, en allir þátttakendur munu fá viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.