Náttúruskólinn

Miðvikudaginn 7. september fóru nemendur á miðstigi og í 4.bekk ( 4. – 7.bekkur)  upp í Laugarfell og fengu leiðsögn og fræðslu frá Náttúruskólanum. Þar fengu nemendur fræðslu í að bjarga sér á fjöllum, búa um sár, hlaða upp vegg og búa til eldstæði, elda við opinn eld og jafnvel poppa, binda hnúta og margt annað. Þau fengu einnig að prófa að síga og grunnkennslu í því og það þótti mjög spennandi.

Hér má sjá nokkrar myndir Náttúruskólinn frá skemmtilegum degi á fjöllum. Til að byrja með var svarta þoka en svo létti til og þá var ekki amalegt að baða sig í heitri lauginni í Laugarfelli.