Leiðtogaráð stóð fyrir samverustund á verndarsvæðinu.

Fellaskóli er einn af þátttakendum í verkefni sem Fjarðabyggð og Múlaþing sameinuðust um að innleiða í skólum sveitafélaganna. Það er KVAN með Vöndu Sigurgeirsdóttur í farabroddi sem leiðir þetta verkefni. Ú hverjum skóla koma mismargir leiðtogar sem mynda svo leiðtogaráð inni í sínum skóla. Leiðtogarnir eiga að vinna að góðum skólabrag, eineltisforvörnum og fræðslu til yngri barna. Þeir hafa fengið fræðslu í hlutverki leiðtoga, í jafningafræðslu og viðburðarstjórnun.

Leiðtogaráðið í Fellaskóla, þau Sigríður Svandís, Gunnar Andri, Anna Guðlaug og Gabríel Glói stóðu fyrir samverustund á verndarsvæðinu í síðustu viku þar sem þau hóuðu saman öllum nemendum skólans og fóru í leiki, bökuðu brauð yfir opnum eldi og nutu þess að vera saman á okkar frábæra útinámssvæði

Sjá myndir: Leiðtogaráð