Kynningarkvöld í kvöld

Fundurinn byrjar kl. 17.30 á sal skólans þar sem við förum yfir nokkur praktísk atriði sem snerta alla. Því næst fara nemendur og foreldrar í umsjónarstofur barnanna og kynna sér námshætti, námsefni og fleira  með umsjónarkennurum og starfsfólki skólans.

Við endum svo með hefðbundnum hætti og borðum saman kjöt- og kakósúpu í matsalnum.

Minnt er á að þetta er tvöfaldur skóladagur hjá nemendum og lýtur því sömu reglum og önnur skólasókn.

Hlökkum til að sjá ykkur!