Kynningarkvöld

Þriðjudaginn 15. september verður kynningarkvöld í skólanum á námi, námsefni og skipulagi þessa skólaárs.

Við minnum á að þetta er tvöfaldur skóladagur og því ber nemendum að vera á kynningarkvöldinu enda allir þar með eitthvert hlutverk. 

Yngsta, mið og unglingastig verða með kynningar á mismunandi tímum og foreldrar ganga inn þar sem börnin þeirra eru. Foreldrar sem eiga börn á öllum stigum skólans er frjálst að fara á allar kynningar.

Kynningin á yngsta stigi verður frá kl. 17.00 -17.30 í stofum 4, 5 og 7.

Kynningin á miðstigi verður frá kl. 17.30 – 18.00 í Upphæðum.

Kynningin á unglingastigi verður frá kl. 18.00 -18.30 í stofum 1 og 3.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

 

                                  Mennt er máttur – ef þú ert sáttur