Kennara vantar í Fellaskóla

Vegna forfalla vantar kennara til starfa í Fellaskóla frá og með næstu mánaðamótum jan/ feb til vors. Auglýst er eftir kennara með starfshæfni á unglingastigi. Um er að ræða 100% stöðu. Meðal kennslugreina er stærðfræði, náttúrufræði og íslenska.

Æskilegt er að umsækjandi hafi leyfisbréf, góða samskiptafærni og skipulagshæfileika.

Umsóknarfrestur um ofangreinda stöðu er til 4. febrúar 2022.  Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Einarsdóttir í síma 4700640

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda skólastjóra anna.einarsdottir@mulathing.is