Jólaföndurdagur

Hann hefst kl. 10.30 en þá mæta nemendur og fást við alls konar jólaföndurverkefni. Sem dæmi um verkefni í ár má nefna saumavélaverkefni, greinaföndur og bókastjörnur. Laufabrauðs- og jólakortagerð er svo að sjálfsögðu á sínum stað . Jólaföndurdagur er svokallaður viðbótarnemendadagur og stendur til kl. 12. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir og Foreldrafélag Fellaskóla býður upp á jólaglögg og smákökur. Sömuleiðis eru gamlir nemendur Fellaskóla ávallt velkomnir :)