Jólaföndur

Fimmtudaginn 1.desember var jólaföndur í skólanum. Í fyrsta skiptið síðan Covid lagði alla að velli þá fengu foreldrar, systkyn, afar og ömmur að koma og föndra með nemendum. Fullt hús var allann tímann og fór fólk á milli skólans og hjáleigunnar (gamla Hádegishöfða) til að föndra.
Boðið var upp á jólaglögg og piparkökur. Þetta var notarleg stund.

Fleiri myndir: Jólaföndur 2022