Jólaföndur

Föstudaginn 3.desember brettu nemendur upp ermar og föndruðu fyrir jólin. Vegna stöðu mála í þjóðfélaginu þá voru stigin út af fyrir sig. Yngsta stig málaði piparkökur, bjó til pappírs snjókorn, perlaði ásamt því að lesa og púsla. Miðstig nýtti sér textílstofuna og vann með filt, köngla og krukkur. Elsta stig föndraði jólakort, perlaði og málaði. Óhætt er að segja að nemendur hafi skemmt sér og haft ánægju af deginum.

Sjá myndir í albúmi
Jólaföndur 2021