Jól í skókassa

Nú nálgast jólin og við í Fellaskóla hvetjum alla til að taka þátt í verkefninu ´´jól í skókassa´´. Þetta verkefni færir munaðarlausum og illa stöddum börnum í Úkraínu jólin. KFUM/K hefur staðið fyrir þessu verkefni undanfarin 20 ár og hægt er að finna allar upplýsingar um verkefnið á http;//www.kfum.is/skokassar

Það er búið að kynna verkefnið fyrir nemendum og þeir hafa fengið skókassa með sér heim. Skiladagur á skókössum hingað í skólann er 30. október og við sjáum um að koma þeim á flutningabíl.