Jól í skókassa

Við hvetjum alla til þess að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Þetta er verkefni sem færir munaðlausum og illa stöddum börnum í Úkraínu jólin. KFUM og KFUK hefur staðið fyrir þessu verkefni undanfarin 20 ár. Það er um að gera fyrir börn eða fjölskyldur að taka sig saman og útbúa skókassa/ jólagjöf því allir eiga eflaust eitthvað til þess að gefa.

Upplýsingar um verkefnið eru á https://www.kfum.is/ skokassar/ 

Kynning á verkefninu var fyrir nemendur í 1. - 4. bekk föstudaginn 9. október og mánudaginn 12. október fyrir 5. - 7. bekk. 

Skiladagur fyrir kassana er 29. október í Fellaskóla. Við sjáum um að koma kössunum í póst.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við Þórhöllu í síma 6691111.