Hópurinn 4+1 sigurvegarar í Bootcamp

Í lok nóvember tóku allir skólar í Múlaþingi þátt í stóru bootcamp verkefni um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar áttu nemendur að velja sér eitt markmið og kynna sér undirmarkmið þess. Út frá því áttu hóparnir að kortleggja vandann og leita lausna, annars vegar fyrir nærsamfélag og hins vegar fyrir alþjóðasamfélagið. Tólf hópar úr skólunum sex komust áfram í úrslit og erum við stolt að segja frá því að Fellaskóli átti tvo hópa í úrslitum. Föstudagskvöldið 10. desember voru úrslitin svo kynnt þar sem þrír hópar unnu til veglegra verðlauna. Hópurinn 4+1 úr Fellaskóla var einn þeirra þriggja hópa og má sjá glaða sigurvegara á meðfylgjandi mynd.