Fuglaverkefni miðstigs

Verkefnið var samstarf margra námsgreina á miðstigi.

Í haust unnu nemendur margskonar verkefni um fugla. Þar voru fuglar skoðaðir út frá náttúrufræði, samfélagi, íslensku, tungumálum, stærðfræði og útikennslu.

Í myndmennt völdu nemendur sér fugl sem þeir skoðuðu bæði á netinu og í bókum, teiknuðu og máluðu upp sína mynd sem þau fóru svo með í handavinnu og útfærðu myndina í textil.