Foreldrafélag Fellaskóla auglýsir fræðslufund á vegum Heimilis og skóla mánudaginn 17. nóvember kl. 17.00 í sal skólans. Í upphafi verður fræðsla frá fulltrúum Heimilis og skóla um Farsældarsáttmálann. Að honum loknum verður stuttur aðalfundur Foreldrafélagsins.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
kl. 17:00 - 17:40 - Fræðsla frá Heimili og skóla ( Sigurjón Fox).
kl. 17:45- 18:30 - vinnustofa um farsældarsáttmálann.
kl. 18:30 - 19:00 - Aðalfundur Foreldrafélagsins. Stjórn Foreldrafélagsins skorar á ykkur að mæta sem flest, að minnsta kosti eitt foreldri/ forsjáraðili frá hverju heimili.