Fellaskóli hættir fyrr í dag vegna jarðarfarar

Í síðustu viku lést Örn Þorleifsson bóndi í Húsey. Útför hans fer fram í Egilsstaðakirkju í dag og hefst klukkan 14. Að höfðu samráði við fræðslustjóra hefur sú ákvörðun verið tekin að Fellaskóli verði lokaður frá klukkan 13 í dag og verður skólaakstur heim á sama tíma.

Örn starfaði sem kennari í Fellaskóla um tveggja ára skeið fyrir um áratug en hélt góðum tengslum við skólann og starfsfólk hans eftir það. Meðal annars bauð hann um árabil nemendum í vali í 10. bekk á haustin út í Húsey og að vori bauð hann svo hópnum í hestaferð og hafa margir 10. bekkingar notið góðs af þessu kostaboði Arnar í gegnum tíðina.