Skuggakosningar

Síðasta föstudag eða þann 24.maí sl. voru skuggakosningar í Fellaskóla. Þar sem nemendur komu og kusu sinn forseta. Nemendur á yngsta stigi voru búin að kynna sér frambjóðendur á krakkaRÚV og kennarar á mið-og unglingastigi búin að ræða um kosningarnar við nemendur.
Kjörsókn var all góð. Alls voru greidd 71 atkvæði af þeim 90 nemendum sem eru í skólanum.
Halla Hrund Logadóttir fékk flest atkvæði eða alls 19 og var því kosin forseti Íslands af nemendum skólans. Niðurstöður kosninga má sjá á meðfylgjandi mynd. Auðir seðlar voru tveir og ógildir tveir.

Myndir af kjörstað: Skuggakosningar