Bergmann og Hansi í heimsókn

Bermann og Hans Rúnar starfa sem grunnskólakennarar á norðurlandi og eru einnig Google certified Teachers 1 og 2. Saman halda þeir úti síðunni snjallkennsla.is 

Tvieykið hefur komið nokkuð reglulega í heimsókn í skólann í vetur. Markmið þeirra er að kenna kennurum og nemendum skólans á Google umhverfið ásamt fleiri tölvulausnum. Óhætt er að segja að mikil ánægja hefur verið í skólanum með þessar heimsóknir.
Myndirnar tala sínu máli, en þær eru teknar í síðustu viku þegar þeir félagar voru á yngsta stigi að kenna nemendum á Osmo og hvað það hefur upp á að bjóða.

Sjá fleiri myndir: Tölvustuð með Bergmann og Hansa