Áhugamálslota í 2.-4. bekk

Nemendur í 2.-4.b. hafa unnið ötullega að áhugamálslotu og tekið sér margt fyrir hendur. Flestir nemendur völdu sér stærðfræði markmið í tengslum við mælingar. Því voru unnin nokkur verkefni með bílabrautum og skutlum auk eldhústengdra mælinga. Slík verkefni vekja áhuga flestra nemenda og bjóða upp á breiddina sem þarf miðað við mismunandi færni einstaklinga. Og þau eru tilvalin heimavið líka! 😊