Nemendur og starfsfólk Fellaskóla fengu mjög skemmtilega heimsókn í byrjun vikunnar þegar vísindamaðurinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson kíkti við. Allir söfnuðust á sal og Ævar fór yfir vísindaþættina sem hann hefur gert, bækurnar sem hann hefur skrifað áður og kynnti sérstaklega nýútkomna bók. Hún heitir Skólastjórinn og Ævar Þór las 2 kafla úr bókinni fyrir okkur. Þar kom m.a. fyrir 12 ára skólastjóri, kandífloss og pizzasneið í loftinu! Að lestri loknum spurði hann nemendur hverju þeir myndu breyta ef þeir væru skólastjórar og fékk skemmtileg svör við því. Einnig var hann á ferðinni með Bekkjargrísinn sem vakti mikla kátínu og skapaði umræður í nemendahópnum. Takk Ævar fyrir líflega, fræðandi og skemmtilega heimsókn!
Sjá myndir hér: Ævar vísindamaður