Á flótta - þemadagar

Í dag og næstu tvo daga standa yfir þemadagar í Fellakóla. Viðfangsefnið að þessu sinni er Á flótta og á þeim er athyglinni beint að þeim sem með einum eða öðrum hætti geta talist á flótta. Þessa þrjá daga starfar 1.-4. bekkur saman, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Skóladagurinn er frá kl. 9-14 og ekki verða íþróttir í dag og á morgun og heldur ekki sund á miðvikudag.

Uppgjör þemadaganna verður síðan á miðvikudag kl. 17.30 og eru allir velkomnir á það.