Stoðþjónusta - stuðningur

Stuðningur

Nemendur sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar eða samfellds stuðnings eru að mestu leiti inni í bekk með sínum bekkjarsystkinum og njóta þar þess stuðnings sem þau þurfa á að halda

Meginmarkmið aðalnámskrár eiga við um alla almenna kennslu. Í einhverjum tilfellum getur þó verið nauðsynlegt að víkja frá einstökum markmiðum og breyta námsumhverfi og viðfangsefnum. Einnig getur þurft að setja ný markmið og bæta við nýjum viðfangsefnum sem fæstar hinna hefðbundnu námsgreina gera ráð fyrir.

Nauðsynlegt er að virk samvinna sé milli foreldra/forráðamanna nemenda og kennarar og foreldrar hvattir til að hafa samband við kennara ef spurningar varðandi nám og annað er viðkemur skólastarfi vakna .

Verkefnastjóri stoðþjónustu er Helena Rós Einarsdóttir. 

Elke Angelika Schnabel heldur utan um stuðning og einstaklingsaðstoð á yngsta- og miðstigi.

Áslaug Sigurgestsdóttir sinnir lestraraðstoð á miðstigi.

Elísabet Ósk Sigurðsdóttir, þroskaþjálfi, er í teymi unglingastigs.

Stuðningsfulltrúar inni í bekkjum eru Kristín Hrönn Sævarsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og Guðný H. Sóllilja Björnsdóttir.