Sérkennsla og stuđningur

Sérkennsla og stuđningur
Sérkennsla er stuđningur viđ nemendur sem ţarfnast tímabundinnar ađstođar eđa samfellds stuđnings um lengri tíma, jafnvel alla skólagönguna.

Meginmarkmiđ ađalnámskrár eiga jafnt viđ sérkennslu sem almenna kennslu. Í sérkennslu getur ţó veriđ nauđsynlegt ađ víkja frá einstökum markmiđum og breyta námsumhverfi og viđfangsefnum. Einnig getur ţurft ađ setja ný markmiđ og bćta viđ nýjum viđfangsefnum sem fćstar hinna hefđbundnu námsgreina gera ráđ fyrir.

Nauđsynlegt er ađ virk samvinna sé milli foreldra/forráđamanna nemenda og sérkennara og foreldrar hvattir til ađ hafa samband viđ sérkennara/kennara ef spurningar varđandi nám og annađ er viđkemur skólastarfi vakna .
Nemendum er veitt sérkennsla međ ýmsum hćtti svo sem einstaklingslega, í litlum hópum eđa inni í bekk.
Nemendum sem ţarfnast sérkennslu er rađađ í forgangsröđ međ hliđsjón af erfiđleikum hvers og eins. Ţannig fá sumir nemendur mikla sérkennslu en ađrir minni. Ţörf á sérkennslu er endurmetin reglulega og ţví getur forgangsröđun breyst eftir endurmat.

Í vetur starfa tveir sérkennarar viđ skólann í hlutastarfi: Margret Björk Björgvinsdóttir deildarstjóri sérkennslu og Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari auk ţeirra sinnir Ţórey Birna Jónsdóttir kennari sérkennslu ađ hluta.

Einn ţroskaţjálfi starfar viđ skólann: Elísabet Ósk Sigurđardóttir.

Stuđningsfulltrúar eru ţćr Ingibjörg Ásta Ingvarsdóttir, Guđný Drífa Snćland, Halldór Bjarki Guđmundsson, Kristín Hrönn Sćvarsdóttir, Kristín Ţorvaldsdóttir og Sigurrós Gylfadóttir. Í samráđi viđ umsjónarkennara og sérkennara veita ţeir nemendum stuđning inni í og fyrir utan bekk.


Talmeinafrćđingur
Talmeinafrćđingur kemur í skólann ađ jafnađi vikulega. Hann vinnur međ börnum sem hafa frávik í málţroska og eđa talgalla. Ţađ er Eyrún Björk Einarsdóttir talmeinafrćđingur sem sér um ţessa ţjónustu.

Svćđi

FELLASKÓLI - FLJÓTSDALSHÉRAĐI

Fellabć, 700 Egilsstađir / Sími: 4700-640 / Netfang: fellaskoli@fell.is
Skólastjóri: Ţórhalla Sigmundsdóttir