Sérkennsla og stuðningur

Sérkennsla og stuðningur
Sérkennsla er stuðningur við nemendur sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar eða samfellds stuðnings um lengri tíma, jafnvel alla skólagönguna.

Meginmarkmið aðalnámskrár eiga jafnt við sérkennslu sem almenna kennslu. Í sérkennslu getur þó verið nauðsynlegt að víkja frá einstökum markmiðum og breyta námsumhverfi og viðfangsefnum. Einnig getur þurft að setja ný markmið og bæta við nýjum viðfangsefnum sem fæstar hinna hefðbundnu námsgreina gera ráð fyrir.

Nauðsynlegt er að virk samvinna sé milli foreldra/forráðamanna nemenda og sérkennara og foreldrar hvattir til að hafa samband við sérkennara/kennara ef spurningar varðandi nám og annað er viðkemur skólastarfi vakna .
Nemendum er veitt sérkennsla með ýmsum hætti svo sem einstaklingslega, í litlum hópum eða inni í bekk.
Nemendum sem þarfnast sérkennslu er raðað í forgangsröð með hliðsjón af erfiðleikum hvers og eins. Þannig fá sumir nemendur mikla sérkennslu en aðrir minni. Þörf á sérkennslu er endurmetin reglulega og því getur forgangsröðun breyst eftir endurmat.

Í vetur starfa þrír sérkennarar við skólann: Margret Björk Björgvinsdóttir deildarstjóri sérkennslu, Helena Rós Einarsdóttir og Elke Angelika Schnabel auk þeirra sinnir Þórey Birna Jónsdóttir kennari sérkennslu að hluta.

Einn þroskaþjálfi starfar við skólann: Elísabet Ósk Sigurðardóttir.

Stuðningsfulltrúar eru þær Ingibjörg Ásta Ingvarsdóttir, Guðný Drífa Snæland, Kristín Hrönn Sævarsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og Sigurrós Gylfadóttir. Í samráði við umsjónarkennara og sérkennara veita þeir nemendum stuðning inni í og fyrir utan bekk.