Áfallaáætlun

Áfallahjálparáætlun Fellaskóla

Ef áföll koma upp sem tengjast nemendum skólans eða aðstandendum þeirra er áríðandi að það sé tilkynnt skólastjórnendum eins fljótt og auðið er.
Skólastjórnendur ákveða frekari viðbrögð eftir eðli málsins og kalla til eftirtalda aðila eftir því sem þurfa þykir: Skólahjúkrunarfræðingur, sóknarprestur sé þess óskað og skólasálfræðingur.

Skólastjórnendur hafa kynnt þessum aðilum áætlunina og eru þeir meðvitaðir um hlutverk sitt við að aðstoða ef á reynir.

Ef hópslys á sér stað þar sem nemendur eða starfsfólk Fellaskóla eiga í hlut verður komið á fót hjálparstöð í Fellaskóla. Þangað geta nemendur og aðstandendur leitað eftir upplýsingum.


I. Viðbrögð við slysum

I. a Minniháttar slys
   1. Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.
       Stjórn felst í því að sjá til þess að:
      - þeim slasaða sé sinnt.
      - kallað sé á hjálp.

      - nærstaddir séu róaðir.
   2. Umsjónarkennari/skólastjóri látnir vita og þeir láta síðan forráðamenn
         viðkomandi nemenda vita.
   3. Skólastjórnendur sjá til þess að slysaskráningarblað sé fyllt út.
   4. Farið yfir staðreyndir málsins með starfsfólki.
   5. Umsjónarkennari ræðir við og vinnur með nemendum ef þurfa þykir.

I. b Alvarleg slys
   1. Sá sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.
       Stjórn felst í því að sjá til þess að:
      - Slys tilkynnt í 112
      - þeim slasaða sé sinnt og fengin ráðgjöf frá lækni í gegnum 112
      - kallað sé á hjálp.
      - nærstaddir séu róaðir.

Skólastjórnendur safna staðreyndum um slysið, ef slys verður í skólaferð sjá umsjónarmenn ferðarinnar um þann þátt og upplýsa skólastjórnendur jafnóðum um gang mála. Skólastjórnendur eða aðrir viðeigandi aðilar tilkynna nánustu aðstandendum um atburðurinn.  

Fundur með kennurum og starfsfólki skóla þar sem farið er yfir staðreyndir málsins. Senda út póst til allra foreldra þar sem atburðum dagsins er lýst. Áfallateymið metur þörf fyrir áframhaldandi vinnu í ljósi atburða.II. Ýmis áföll er tengjast nemendum
Alvarleg veikindi nemanda:
Þegar upp koma alvarleg veikindi nemanda leitar umsjónarkennari upplýsinga um veikindi hans. Í samráði við foreldra er reynt að útskýra veikindin fyrir bekkjarfélögunum eins vel og kostur er, skólahjúkrunarfræðingur aðstoðar ef þurfa þykir. Reynt er að vera í góðu sambandi við þann veika, nemendur og umsjónarkennarar.

Utan skólatíma: Ef um skilnað foreldra, alvarleg veikindi aðstandenda, slys í umhverfinu, andlát vina, ættingja eða annað svipað er að ræða fylgist umsjónarkennari með því hvort breyting verði á hegðun, námsárangri eða líðan nemanda í kjölfarið. Þá ber honum að ræða við nemandann einslega og láta skólastjórnendur vita ef þurfa þykir. Þeir útvega nemandanum viðeigandi aðstoð. Starfsfólk látið vita og umsjónarkennari ræðir við bekkinn ef ástæða er til.

 


III. Viðbrögð við andláti

Vegna andláts aðstandanda nemanda:

1. Frétti starfsmaður af andláti, lætur hann skólastjóra vita.

2. Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti.
3. Umsjónarkennara tilkynnt um andlát viðkomandi.

4. Nemendum og starfsfólki tilkynnt um andlátið.

5. Skólastjóri sendir póst á foreldra allra nemenda í skólanum og tilkynnir andlát.
6. Skólastjóri og/eða umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri.
7. Endurkoma nemanda í skólann með tilliti til bekkjarins. Undirbúið í samráði við

    aðstoðarmenn úr áfallateymi og jafnvel að einhver þeirra ræði við viðkomandi bekk og     

    nemanda.
8. Nemandi og bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á.

Vegna andláts nemanda:
1. Frétti starfsmaður af andláti, lætur hann skólastjóra vita.

2. Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti hjá forráðamönnum.
3. Andlát tilkynnt starfsfólki skóla. Muna eftir skólabílstjórum, íþróttahúsi o.fl.

4. Skólastjóri og umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri.
5. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri ásamt sálgæsluaðila (þegar það á við) ræðir við bekk

    viðkomandi nemanda ásamt umsjónarkennara.
6. Skólastjóri sendir póst á foreldra allra nemenda í skólanum og tilkynnir andlát.
7. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á.

Vegna andláts starfsmanns:
1. Frétti starfsmaður af andláti, lætur hann skólastjóra vita.

2. Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti hjá aðstandanda.
3. Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið.
4. Umsjónarkennarar tilkynna nemendum andlátið. Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir

    skólastjórnendur ásamt aðilum úr áfallateymi umsjónarbekk um andlátið.

5. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns við fyrsta 

    hentuga tækifæri.
6. Aðstoðarmenn ræða við umsjónarbekk.

7. Skólastjóri sendir póst á foreldra allra nemenda í skólanum og tilkynnir andlát starfsmanns.
8. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á.

 

IV. Grunur um ofbeldi


Ef grunur vaknar um ofbeldi af hvers konar tagi, verður að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda, það er þeirra að skera úr um hvort grunur sé á rökum reistur.

Endurskoðuð 5. sept 2018