Umsókn í Frístund skólaárið 2024-2025

Markmið Frístundar

  • Að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundins skólatíma.
  • Að leitast við að dvölin í Frístund verði róleg og heimilisleg.

Tímafjöldi og mætingar

Eingöngu er í boði að börn verði skráð í Frístund í lengri tíma, þ.e. annars vegar fram að áramótum og hins vegar eftir áramót. Gefinn er kostur á að nemendur verði skráðir í Frístund ákveðna daga, fyrir eða eftir skóla. Tekið er tillit til foreldra í vaktavinnu. Sé um skráningu eftir skóla að ræða þá verður að skrá nemanda báðar klukkustundirnar frá kl. 13:50-16:00. Ekki er gefinn kostur á að vera hluta tímans á milli kl. 15:50-16:00. Nónhressing er innifalin í tímagjaldi. Greitt er fyrir frístund mánaðarlega.

Verðskrá Frístundar til 31. desember 2024:

   
Verð 365 kr. á klst.
Stakt tímagjald umfram fasta tíma 567 kr. á klst.
Systkinaafsláttur 25%


Frístund er opin á morgnana kl.8:00-9:00 og eftir hádegi kl.14:00-16:00.
Nánari upplýsingar í síma 4 700 640.

Hakaðu við þær stundir sem þú óskar eftir að barnið verði í Frístund









Ég óska eftir dvöl fyrir barnið mitt í Frístund, enda ábyrgist ég greiðslu fyrir þann tíma sem barnið dvelur
Ég samþykki skilmálana
captcha