Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Fræðslustjóri Múlaþings hefur fundað með fulltrúum úr aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi vegna framkvæmdar skólastarfs nú í upphafi skólaárs.
Samtök sveitarfélaga og almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins hafa gefið út leiðbeiningar um skóla- og frístundastarf vegna skólastarfs á höfuðborgarsvæðinu í ljósi farsóttar. Fræðslustjóri og fulltrúar úr aðgerðarstjórn samþykktu að miða við þessar leiðbeiningar fyrir skólastarf á Austurlandi.

Gott er að hafa í huga að börnin komi ekki í skólann ef þau eru kvefuð eða lasin. Ef aðili á heimili barns fer í skimun vegna gruns um smit eiga börnin að vera heima þangað til greining liggur fyrir.

Skólinn takmarkar komur utanaðkomandi inn í skólann og þar er grímuskylda og 1 m fjarlægðarmörk fyrir utanaðkomandi.

Lesa má nánar um leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021 á síðu Stjórnarráðs Íslands:
Stjórnarráðið | Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021 (stjornarradid.is)