Íslandsmet í samsöng

Degi íslenskrar tónlistar 1.des. var fagnað víða um landið í morgun. Grunn- og leikskólar um land allt tóku þátt í samsöng sem var í beinu streymi frá Hörpu kl.10:00.
Sungið var saman lagið „Það vantar spítur“ eftir Ólaf Hauk Símonarson undir leik hljómsveitarinnar CELEBS frá Suðureyri.

Með samsöng þessum var stefnt á íslandsmet í samsöng og lét Fellaskóli ekki sitt eftir liggja.