Öskudagur

Engin kennsla á þessum degi, en nemendur ætla hittast í skólanum og gera sér glaðan dag.

Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. þá tíðkaðist víða á þessum degi að börn klæðist grímubúningum og syngi í verslunum og fyrirtækjum fyrir sælgæti eða annað lekkerí. Einnnig er hefð á sumum stöðum að slá köttinn úr tunnunni en Þeir siðir hafa væntanlega borist frá Danmörku eða Noregi

Sú hefð tengd öskudeginum sem ekki finnst annars staðar en á Íslandi er að hengja öskupoka á fólk. Þessi pokasiður hefur þekkst á Íslandi allt frá miðri 18. öld en er mögulega eldri.
Hér skiptist pokasiðurinn lengi vel í tvennt eftir kynjum þannig að konur hengdu öskupoka á karla en karlar poka með steinum á konur. Síðar breyttist siðurinn þannig að fyrst og fremst börn hengdu öskudagspoka á aðra og þá sérstaklega fullorðna og lykilatriði var að koma pokunum fyrir svo að fórnarlambið tæki ekki eftir því.