Hlutverk tengiforeldra
Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:
• Betri líðan barna í skólanum
• Aukinn áhugi og bættur námsárangur
• Aukið sjálfstraust nemenda
• Betri ástundun og minna brttfall
• Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
• Aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldis og menntunarhlutverkinu
Í hverjum bekk eru tilnefndir tveir tengiforeldrar (faðir og móðir nemenda) til eins árs. Tilnefnt er eftir stafrófsröð nemenda.
• Hlutverk tengiforeldra er að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna annars vegar og foreldra/forráðamanna og nemenda hins vegar auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla innan hvers bekks.
• Tengiforeldrar skipuleggja tvær uppákomur fyrir bekkinn á ári, eina fyrir áramót og aðra eftir áramót. Mikilvægt er að hafa í huga að það sem tengiforeldrar skipuleggja hafi það að markmiði að styrkja bönd bekkjarfélaga sem og að efla tengsl foreldra. Hafa skal í huga að foreldrar séu þátttakendur í bekkjarmóti að minnsta kosti hjá yngsta stigi og miðstigi. Æskilegt er að eldri nemendur séu hafðir með í ráðum þegar bekkjarmót eru skipulögð. Foreldrafélagið hvetur tengiforeldra til að halda kostnaði við bekkjarmót í lágmarki og margt er hægt að gera án nokkurs kostnaðar.
• Umsjónarkennara og tengiforeldrar eru í sambandi um skólastarfið og gang mála í bekknum og miðla í sameiningu upplýsingum til annarra foreldra t.d. á fundum eða með dreifibréfum/ tölvupósti.
• Tengiforeldrar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag (og fulltrúa foreldra í skólaráði) og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins sem fundar einu sinni á ári, fyrir áramót.
• Tengiforeldrar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum og bekkjarstarfið
• Tengiforeldrar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.
• Tengiforeldrar aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd einstakra stærri viðburða eftir því sem skólinn óskar.
• Tengiforeldrar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.
Unnið upp úr: handbók foreldrafélaga grunnskóla (http://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2016/08/HS_Handb%C3%B3k_grunnsk%C3%B3la-sept-15-1.pdf)
Tengiforeldrar veturinn 2019-2020
1. bekkur
Alexandra Lea - Jökull og Valdís
Andríana Margrét - Þórarinn og Indíana
2. bekkur
Katrín Salka - Brynjólfur og Sigríður Stella
Snærós Arna - Daði og Þórey Birna
3. bekkur
Emma Sólrún - Mikki og Elke
Katla Arney - Andri og Steinunn
4. bekkur
Þórunn Elfa - Ingvar og Petra
Bryndís Björk - Brynjólfur og Sigríður Stella
5. bekkur
Ríkharður Daníel - Sveinn og Kolbrún
Sólveig Líf - Þorsteinn og Angelika
6. og 7. bekkur
Ágúst Bragi - Daði og Þórey
Hallgeir Vigur - Hrafnkell og Ásgerður
Ína Berglind - Guðmundur og Fjóla
8. bekkur
Sigurður Alex - Sigurgeir og Sigríður
Stefanía Katrín - Sveinn Ingi og Rannveig
9. bekkur
Lísbet Ása - Ólafur og Ásdís
Rakel Mist - Viðar og Fjóla
10. bekkur
Emilía Anna - Orri og Sigrún
Jóna og Þrúður – Timmi og Nína